Kvenréttindafélag Íslands vinnur nú að samnorrænni rannsókn á stafrænu ofbeldi gegn konum og upplifun þolenda stafræns ofbeldis á réttlæti. Auglýst er eftir þátttakendum til viðtals.
Ef þú ert þolandi stafræns ofbeldis og hefur leitað þér hjálpar eða réttlætis, t.d. til lögreglu, lögfræðings, Stígamóta eða annarra aðila, þá viljum við gjarnan fá að ræða við þig.
Um er að ræða eigindlega rannsókn. Rætt við hvern þátttakanda í einrúmi og ætti viðtalið að taka u.þ.b. klukkutíma.
Fullrar nafnleyndar er gætt í einu og öllu. Rannsóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar.
Áhugasamir hafi samband við postur @ kvenrettindafelag.is.