Býrð þú yfir forystuhæfileikum, góðri samskiptahæfni, frumkvæði og hefur áhuga á að leiða jafnréttisstarf á Íslandi? Leitað er að reyndum og drífandi leiðtoga, sem hefur eldmóð og áhuga til að virkja og leiða félaga Kvenréttindafélags Íslands og samfélagið allt í átt að auknu jafnrétti.
Kvenréttindafélag Íslands leitar eftir framkvæmdastýru á skrifstofu félagsins að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur, ábyrgð á framkvæmd samningsbundinna verkefna og stjórnun skrifstofu Kvenréttindafélags Íslands.
- Samskipti við stjórn og undirbúningur stjórnarfunda.
- Stefnumótun og framkvæmd stefnu félagsins og framtíðarsýn í samvinnu við stjórn.
- Umsjón með og ábyrgð á fjármálum, fjáröflun og styrkumsóknum.
- Umsjón með skrifum umsagna um lagafrumvörp.
- Að vera í forsvari fyrir félagið í samvinnu við formann og stjórn í fjölmiðlum og gagnvart hagaðilum, aðildarfélögum og samstarfsaðilum.
- Umsjón með samfélagsmiðlum og vefsíðu félagsins.
- Upplýsingagjöf og samskipti við fjölmiðla, stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir.
- Umsjón með samstarfsverkefnum, hérlendis sem erlendis.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi.
- Sjálfstæði, skipulögð vinnubrögð og frumkvæði.
- Ríkir leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar auk færni í að móta og innleiða stefnu og framtíðarsýn.
- Rík samskipta- og félagsfærni.
- Þekking á rekstri og fjáröflun.
- Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Góð þekking á notkun samfélagsmiðla og viðhaldi vefsíðu.
- Skilningur og þekking á íslensku atvinnulífi og stjórnkerfi er kostur.
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími.
- Samgöngustyrkur.
Persónulegir eiginleikar sem við leitum eftir:
- Frumkvæði, metnaður, drifkraftur og sveigjanleiki.
- Framúrskarandi samskiptahæfni.
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
- Heiðarleiki og heilindi.
Starfið veitir tækifæri til að hafa áhrif á þróun jafnréttismála á Íslandi.
Við hvetjum öll sem hafa áhuga á jafnréttismálum til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2023.
Nánari upplýsingar veitir veitir Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, í netfanginu tatjana@krfi.is
Um er að ræða 100% starfshlutfall.