Jafnréttisnefnd Kópavogs heldur málþing, fimmtudaginn 25. október kl. 17:00-19:00 í Gerðasafni (neðri hæð) undir yfirskriftinni „Ég þori, get og vil!“ um konur í sveitastjórnum. Málþingið er öllum opið og er fundarstjóri Una María Óskarsdóttir formaður jafnréttisnefndarinnar og pallborðsumræðum stjórnar Arna Scram, blaðamaður. Tilefnið er að hálf öld er nú liðin frá því að fyrsta konan á Íslandi varð bæjarstjóri: Hulda Jakobsdóttir í Kópavogi.