Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins tekur þátt í pallborðsumræðum á Mannréttindaþingi, laugardaginn 4. september kl. 14:30 í Öskju, sal Háskóla Íslands.
Kvenréttindafélag Íslands er eitt aðildarfélag Mannréttindaskrifstofu Íslands sem stendur fyrir þinginu. Dagskrá þingsins sem hér segir:
- 13:00. Helga Baldvins Bjargardóttir – Mannréttindamenning: Hvað einkennir menningu þar sem mannréttindi eru virt?
- 13:25. María Árnadóttir – Réttarstaða brotaþola. Úrbætur á íslenska réttarvörslukerfinu fyrir brotaþolendur.
- 13:50. Tryggvi Rúnar Brynjarsson – Lausir endar Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Farið verður yfir stöðuna sem nú er uppi í málinu og áhersla lögð á þrjú viðföng sem enn eru átök um milli íslenskra stjórnvalda og hinna ranglega dæmdu.
- 14:15. Margrét Steinarsdóttir – Áskoranir aðildarfélaga MRSÍ í heimsfaraldri: samantekt frá hádegismálþingum sem haldin voru fyrr á árinu.
- Mannréttindaþinginu lýkur síðan með pallborði skipuðu fulltrúum jaðarsettra hópa.
- Að þingi loknu verður móttaka þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.