Auglýst er eftir umsóknum vegna ársins 2009. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknir frá atvinnulausum  konum 50 ára og eldri sem hófu nám eða hyggja á  nám á árinu 2009.

Um getur verið að ræða háskólanám, nám í framhaldsskóla til stúdentsprófs eða nám á styttri starfsbrautum og verknámsbrautum. Styrkupphæð árið 2009 er ein milljón króna og áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að ákveða fjölda styrkþega. Styrkur verður greiddur út þegar staðfesting á skólavist liggur fyrir.

Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

* Skattaskýrsla fyrir árið 2008
* Staðfesting frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi
* Staðfesting á skólavist (ef hún liggur fyrir)

Umsóknareyðublöð má nálgast hér á heimasíðunni. Í umsókn skulu koma fram  helstu upplýsingar um umsækjanda og aðstæður hans, hvaða skóla sótt er um og hvaða nám umsækjandi stundar eða hyggst stunda.

Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Tilkynnt verður um styrkþega á kvenréttindadaginn 19. júní. Allar nánari  upplýsingar á skrifstofu KRFÍ og á netfanginu: krfi [hjá] krfi.is.

Umsóknareyðublað MMK 2009

Menningar og minningasjóður kvenna var stofnaður 27. september 1941 í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur með því að börn hennar lögðu dánargjöf móður sinnar í sjóð, en hugmyndina að stofnun sjóðsins hafði Bríet átt. Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst að styrkja konur til náms, jafnt hér á landi sem erlendis með náms- og ferðastyrkjum. Ennfremur að veita konum styrk til ritstarfa eða verðlaunaritgerðir, einkum um þjóðfélagsmál er varða áhugamál kvenna. Styrkjum úr sjóðnum er úthlutað einu sinni á ári. Sjóðurinn er í vörslu Kvenréttindafélags Íslands. 

Aðrar fréttir