Auglýst er eftir umsóknum vegna ársins 2013. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá konum sem hafa verið atvinnulausar í eitt ár eða lengur og hafa ekki lokið formlegri menntun umfram grunnskólapróf. Styrkurinn er ætlaður til að styðja þær til að sækja nám eða styttri námskeið sem þurfa þó að vera a.m.k. 40 tímar hjá viðurkenndum fræðsluaðila, s.s. framhaldsskóla eða símenntunarmiðstöð og vera til þess fallin að styrkja stöðu þeirra í atvinnuleitinni.
Heildarstyrkupphæð ársins er 750 þúsund og áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að ákveða fjölda styrkþega. Styrkur verður greiddur út þegar staðfesting á skóla eða námskeiðsþátttöku liggur fyrir.
Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:
- Staðfesting frá skóla eða námskeiðsaldara um skólavist hafi hún borist
- Skattaskýrsla vegna tekna árið 2012
- Upplýsingar um aðra styrki vegna námsins ef um þá er að ræða
- Tekjuáætlun ársins 2013
Umsóknareyðublöð má nálgast hér á heimasíðunni.
Í umsókn skulu koma fram helstu upplýsingar um umsækjanda og aðstæður hans og fjölskylduhagi og hvaða skóla eða námskeið sótt er um.
Umsóknarfrestur er til 16. september 2013.
Umsóknum skal skilað til Menningar- og minningarsjóðs kvenna, Hallveigarstöðum við Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar á skrifstofu KRFÍ og á netfanginu kvenrettindafelag [@]kvenrettindafelag.is .