Auglýst er eftir umsóknum vegna ársins 2014. Að þessu sinni er um að ræða umsóknir um ferðastyrki til kvenna sem hyggjast sinna rannsóknar- eða ritstörfum á árinu 2014. Verkefnin skulu lúta að þjóðfélagslegum rannsóknum er varða réttindi og stöðu kvenna.
Heildarstyrkupphæð ársins er kr. 1.000.000 og áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að ákveða fjölda styrkþega og styrkupphæð. Styrkur verður greiddur út þegar staðfesting á stöðu verkefnisins liggur fyrir.
Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:
- Upplýsingar um umsækjanda
- Greinargerð um rannsókn eða ritstörf þau sem umsækjandi hyggst stunda
- Upplýsingar um stöðu verkefnisins.
Hægt er að hlaða niður umsóknareyðublöðum hér:
Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Umsóknum skal skilað til Menningar- og minningarsjóðs kvenna, Hallveigarstöðum við Túngötu 14, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar á skrifstofu KRFÍ og á netfanginu kvenrettindafelag [hjá] kvenrettindafelag.is.