MENNINGAR- OG MINNINGARSJÓÐUR KVENNA
auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja árið 2024

(see english below)

Að þessu sinni mun sjóðurinn leggja megin áherslu á sögu kvenna og kvenréttinda í tilefni af því að 50 ár verða liðin frá kvennaári Sameinuðu þjóðanna á næsta ári.

Umsóknir geta verið bæði fyrir styrki til einstaklinga og hópa.

______________________________________________________________________

Umsóknarfrestur er til 18. nóvember 2024

Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um verkefnið sem sótt er um styrk til,

fjárhagsáætlun þess og tímalína.

Umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum þetta eyðublað  fyrir miðnætti þann 18. nóvember 2024.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Kvenréttindafélags Íslands

í síma: 551-8156 eða í netfangi: mmk@krfi.is

 

Tilkynnt verður um styrkveitingar þann 10. desember 2024 og verður öllum umsóknum svarað.

 

Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður árið 1941 í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Hlutverk sjóðsins er að styrkja konur til náms, jafnt bóknáms sem náms til starfsréttinda, jafnt hér á landi sem erlendis. Enn fremur að veita konum styrk til ritstarfa, einkum á sviði kynjajafnréttis og kvennasögu.

 

The Women’s Culture and Commemoration Fund
calls for applications for grants 2024

 

This year, the fund will focus on grants for projects focusing on the history of women and women’s rights, to celebrate 50 years anniversary of the International Women’s Year of UN next year.

Applications are accepted from both individuals and groups or associations.

______________________________________________________________________

The application deadline is 18th November  2024
The applicant shall enclose a short essay on why she should receive the grant, as well as a financial plan and timetable for the project.

 

The application must be sent via this form before midnight on November 18th 2024.

 

For further information, please contact the offices of the Icelandic Women’s Rights Association by phone 551-8156 or by e-mail: mmk@krfi.is

 

Grant recipients will be announced on December 10th, 2024. All applications will be answered,

 

Menningar- og minningarsjóður kvenna – Women’s Culture and Commemoration Fund was established in 1941 in memory of Bríet Bjarnhéðinsdóttir, the founder of Icelandic Women’s Rights Association.The fund’s primarily role is to encourage women to study, both in Iceland and abroad, with scholarships and travel grants. Furthermore, the fund gives grants to women to write, especially about gender equality issues and women’s history.

Aðrar fréttir