Í ár fögnum við því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Að því tilefni býður Kvenréttindafélagið ykkur velkomin á Hallveigarstaði, Túngötu 14, kl. 14-17 á menningarnótt.
Sýning um sögu kvennabaráttunnar á Íslandi á íslensku og ensku, kaffi, vöfflur og spjall. Gestir geta einnig keypt gömul eintök af 19. júní og Veröld sem ég vil.
Mikið er um að vera á Hallveigarstöðum á menningarnótt. Á meðan femínistar gæða sér á vöfflum og ráða femínískum ráðum sínum á fyrstu hæð, ráða Færeyingar ríkjum í kjallaranum. Í samkomusal hússins býður Sendistofa Færeyja upp á skerpukjöt, færeyska drykki og færeyska tónlist!