rannveigGóu verður fagnað á Hallveigarstöðum með veglegri dagsskrá um merkiskonuna Rannveigu Þorsteinsdóttur sem ruddi braut fyrir konur í námi, félagsstörfum og stjórnmálum.

Auk stuttra erinda er boðið upp á kynningu á Vikivaka, tónlistaratriði með Mandolínhljómsveit Reykjavíkur og ungir glímumenn frá Ármanni koma og sýna glímutökin.Veitingar eru í boði á hátíðinni, gestum að kostnaðarlausu.

Verið hjartanlega velkomin á Hallveigarstaði laugardaginn 23. febrúar kl. 14.

Rannveig hóf námsferil sinn á miðjum aldri. Hún fór 42 ára í stúdentspróf og þaðan í lögfræði við Háskóla Íslands og lauk prófi á þremur árum, en námið vanalegast sex ár. Rannveig var félagi í Kvenréttindafélaginu og barðist ötullega fyrir réttindum kvenna alla sína ævi.

Rannveig fór á Alþingi 1949, var fyrsta konan sem starfaði sem hæstaréttarlögmaður hér á landi, vann við undirbúning Neytendasambakanna, fyrsta konan í Útvarpsráði, starfaði sem forseti Kvenfélagasambands Íslands, formaður Kvenstúdentafélagsins, stjórnaði Félagi Framsóknarkvenna í Reykjavík í þrettán ár, stofnaði fyrsta Soroptimistaklúbbinn hér á landi og á námsárunum stofnaði Mandolínhljómsveit og spilaði með opinberlega. Hún var skipaður heiðursfélagi í UMFÍ, Glímufélaginu Ármanni, Lögmannafélaginu og Kvenfélagasambandi Íslands fyrir störf sín í þágu þeirra.

Fulltrúar  frá Kvenfélagasambandi Íslands, Félagi háskólakvenna og kvenstúdenta , Soroptimistum, UMFÍ, Lögfræðingafélaginu, Kvenréttindafélagi Íslands, Glímufélaginu Ármanni og Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík varpa upp svipmyndum um líf hennar og störf ásamt skólabræðrum og öðru samferðafólki.

Myndir úr lífi Rannveigar og ljúfir tónar Mandólínhljómsveitar Reykjavíkur taka á móti gestum.
Vikivaki kynntur kl. 15
Góugleði í boði framsóknarkvenna hefst að lokinni dagsskrá.
Ungir glímumenn frá Ármanni koma og sýna glímutökin.

Allir eru hjartanlega velkomnir