Kynjaþing 2021 verður haldið laugardaginn 13. nóvember milli kl. 13:00-17:00 í Veröld, húsi Vigdísar.

Félög og hópar sem starfa að jafnréttismálum geta tekið frá stofu til að halda viðburði á Kynjaþingi. Þátttaka á Kynjaþingi er ókeypis.

  • Auðarsalur (stóri salurinn í Veröld) sem tekur 121 í sæti
  • VHV-007 (kennslustofu í Veröld) sem tekur 44 í sæti
  • VHV-008 (Kennslustofa í Veröld) sem tekur 40 í sæti

Reiknað er með að viðburðir taki 45 mínútur og skipuleggjendur geta tekið frá eftirfarandi tímasetningar:

  • 13:00-13:45
  • 14:00-14:45
  • 15:00-15:45
  • 16:00-16:45.

Að loknum þingi býður Kvenréttindafélag Íslands gestum og þátttakendum í ærlegt femínistapartí í Veröld.

Unnið er að því að fólk utan Reykjavíkur geti einnig staðið að viðburðum á Kynjaþingi og getur þá tekið frá rými á þinginu. Þá er stefnt að því að hægt verði að bjóða upp á beinar útsendingar á skjá í stofunum, og þar með upp á umræður sem eiga aðeins stað á Zoom eða eru hálfar í sal og hálfar á Zoom!

Skráið viðburð á Kynjaþing hér: https://forms.gle/WctE7igxvBCMfhQ1A

Nánari upplýsingar um Kynjaþing er að finna á vefsíðunni kynjathing.is.

Aðrar fréttir