Í tilefni af komu Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, til Íslands standa utanríkisráðuneytið, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum fundi miðvikudaginn 16. júní um eflingu og verndun mannréttinda. Fundurinn er haldinn í Þjóðmenningarhúsinu og hefst kl. 16.00.
Allir velkomnir.