Velkomin á stutt, hagnýtt námskeið fimmtudagskvöldið 30. september næstkomandi með Sirrý Arnardóttur stjórnendaþjálfara, fyrirlesara og rithöfundi.

Staðsetning: Streymi, á Teams
Tími: 30. september, kl. 19:30
Skráning: https://forms.gle/wGxW1GGxt6ASr5Cv9

Mörg kvíða því að standa upp og tjá sig fyrir framan hóp af fólki. Sviðskrekkur er algengur og getur hindrað fólk í að njóta sín til fulls. Það þarf að æfa örugga tjáningu rétt eins og vöðva líkamans.

Í þessum fyrirlestri á Teams er farið yfir hagnýt ráð til að tjá sig af öryggi í ræðupúlti, á fundum og í rafheimum, hvað virkar og hvað virkar ekki. Skotheld aðferð til að undirbúa ,,óundirbúna ræðu”, að nýta sér sviðsskrekk og standa með sér. ,,Verkfærakista” með tólum og tækjum til að halda sér við og efla samskiptafærni enn frekar.

Sirrý Arnardóttir hefur í mörg ár kennt Framsækni-Örugga tjáningu við Háskólann á Bifröst og byggir efnið m.a. á bókinni sinni ,Örugg tjáning – betri samskipti og 30 ára farsælum fjölmiðlaferli.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum fræðsluverkefnisins NOW – New Opportunities for Women.


NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Í öllum löndunum var haldið námskeið þar sem konur af erlendum uppruna fengu þjálfun í að vera mentorar, en einnig unnu samstarfsaðilar rafrænt námsefni sem konur geta nýtt sér til að auka færni og sjálfstrust í lífi og starfi. Verkefninu er sérstaklega ætlað til að ná til kvenna af erlendum uppruna.

Ásamt Kvenréttindafélagi Íslands unnu að verkefninu Evolve Global Solutions Ltd í Bretlandi, ITG Conseil í Frakklandi, IASIS í Grikklandi, Future in Perspective á Írlandi, CSI Center for Social Innovation í Kýpur, Mindshift Talent Advisory Ida í Portúgal og Instituto para el Fomento del Desarrollo y la Formación á Spáni.

Aðrar fréttir