Samstarfsverkefni KRFÍ og Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Þjóðlegt eldhús, rennur sitt skeið á enda fimmtudaginn 25. nóvember nk. þegar síðasta eldhúsið að sinni verður haldið. Í þetta sinn verður matargerð frá Filippseyjum kynnt.
Allir eru velkomnir. Maturinn kostar 800 kr. (innifalið vatn og kaffi) og hægt er að kaupa gos og vín á vægu verði. Skráning fer fram á netfanginu sabine[hjá]womeniniceland.is.