Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Frjáls félagasamtök sem starfa að jafnréttismálum, mannréttindamálum og stjórnmálum eru hvött til að sækja um að halda viðburði og/eða kynna starf sitt á þinginu. Þátttaka er ókeypis!

Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin! Nánari upplýsingar er að finna á kynjathing.is

Tölum saman! Höfum hátt!