Á aðalfundi KRFÍ 18. mars sl. var stjórn KRFÍ endurkjörin til 2ja ára áframhaldandi setu. Formaður KRFÍ, Margrét K. Sverrisdóttir, var hinsvegar kosin á síðasta ári til 2ja ára. Stjórnina skipa nú: Margrét K. Sverrisdóttir formaður, Helga Guðrún Jónasdóttir varaformaður, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Margrét Steinarsdóttir, Ragnheiður Bóasdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Sólborg A. Pétursdóttir.