Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bjóða Kvenréttindafélag Íslands, ASÍ, BHM, BSRB, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja til hádegisverðarfundar 7. mars kl. 12-13. Yfirskrift fundarins er Þegar konur segja frá – #metoo og kraftur samstöðunnar.
Tími: 7. mars kl. 12-13
Staður: Grand hótel – Háteigur
Dagskrá:
„Hverjir breyta heiminum?“ Hildur Knútsdóttir, rithöfundur.
„Mun eitthvað breytast? Mun einhver trúa mér núna og vilja hlusta?“ Dr. Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent á Félagsvísindasviði HÍ og Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir, dósent á Menntavísindasviði HÍ.
„Konur sem skálda“ Auður Ava Ólafsdóttir, rithöfundur.
Fundarstjóri verður Steinunn Stefánsdóttir.
Fundargestir geta keypt súpu og brauð fyrir 2.800 kr. (vegan kostur í boði).