7. maí 2010 sendi KRFÍ eftirfarandi umsögn vegn þingsályktunartillögu um fullgildingu mansalsbókunar Palermó-samningsins:

 


Umsögn KRFÍ um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu mansalsbókunar við Palermó-samninginn

Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar ofangreinda þingsályktunartillögu, þingskjal 915 – 526. mál.

 

Kvenréttindafélag Íslands styður tillöguna heilshugar enda hefur félagið, ásamt fleirum innan kvennahreyfingarinnar á Íslandi, oft bent á nauðsyn þess að fullgilda mansalsbókun Palermó-samningsins. Eins og glögglega kom í ljós síðastliðinn vetur hefur mansal fest rætur sínar á Íslandi. Fullgilding mansalsbókunar Palermo-samningsins er því stórt skref í baráttunni gegn þeirri alþjóðlegu vá sem mansal er og eflir fullgildingin samvinnu ríkja á milli við það að uppræta og refsa fyrir mansal.

Aðrar fréttir