Samtökum  kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og Kvenréttindafélagi Íslands er það sönn ánægja  að bjóða ykkur á  næsta kvöld undir yfirskriftinni

“þjóðlegt eldhús”

Þar munum við elda saman góðan, framandi  og freistandi mat frá mismunandi heimshornum. Kynnt verður ný matargerð, farið í notkun á framandi kryddjurtum og sagt frá matarmenningu ýmissa þjóða í skemmtilegum félagsskap. Konur úr samtökunum kynna landið sitt og menningu í gegnum mat, sögur og myndir.

Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á maria [hjá]womeniniceland.is

Dagsetning: 28. október kl. 19:00

Þema: Matur frá  Tælandi

Aðrar fréttir