Þjóðlegt eldhús heldur upp á jólin

Sælar kæru konur, nú er komið að síðasta þjóðlega eldhúsinu í ár og viljum við gjarnan enda frábært ár með ykkur með aðeins öðruvísi þjóðlegu eldhúsi. Alltaf um hver jól fá margar okkar spurninguna en hvernig eru jólin hjá ykkur?

Því viljum við gjarnan svara og fá svör frá ykkur líka, þannig að næstkomandi fimmtudag, 1. desember kl. 19.00 ætlum við að hittast í kjallaranum á Túngötu 14 og deila jólasmákökum eða öðrum jólamat til að smakka.

Ef það er eitthvað sem þið viljið sýna frá ykkar heimalandi, jólaskraut eða tónlist eða eitthvað frá íslensku fjölskyldunni ykkar, væri gaman ef þið getið komið með það.

Það þarf ekki að borga, heitt súkkulaði og kaffi í boði Samtakanna. Hlökkum til að sjá ykkur, endilega skráið ykkur á sabine [hjá] womeniniceland.is. 

 

Málþing Almannaheilla og Fræðaseturs þriðja geirans um þátt sjálfboðaliða í starfi frjálsra félagasamtaka
Fimmtudaginn 1. desember kl. 12-14 – stofu 103 á Háskólatorgi

Almannaheill – samtök þriðja geirans og Fræðasetur þriðja geirans við Háskóla Íslands bjóða til málþings um þátt sjálfboðaliða í starfi félagasamtaka – í tilefni árs sjálfboðliða. Tilgangurinn er að auka möguleika félagasamtaka á að afla sjálfboðaliða og halda þeim, svo starf þeirra megi dafna. Farið verður í niðurstöður rannsókna þar sem sjálfboðaliðar sjálfir hafa sagt frá því hvað drífur þá og viðheldur áhuga þeirra á að bjóða fram krafta sína og þrjú ólík félög segja frá reynslu sinni. Í umræðum gefst tækifæri til að ræða efni dagsins og viðra og fá endurgjöf á eigin hugmyndir fyrir eigið félag. Í lokið verður sagt frá spennandi leið til að fá sjálfboðaliða erlendis frá.

Til að auðvelda skipulag biðjum við ykkur vinsamlega að skrá ykkur á vef www.almannaheill.is / „Skráning á viðburð“ í neðra vinstra horni.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Nánari upplýsingar veitir Anna Ólafsdóttir í síma 528 4404 / 857 1707.

Aðrar fréttir