Þessi fyrirlestur átti að vera á dagskrá Kynjaþings 2021. Kynjaþingi var frestað vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og verður ný dagsetning auglýst síðar.

 

Kvenréttindafélag Íslands boðar til fundar um nýja bylgju #metoo og gerendur ofbeldis, á Kynjaþingi 13. nóvember kl. 13:00 í Veröld, húsi Vigdísar.

Katrín Ólafsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem hún beitir hugmyndafræði gagnrýnna feminískra kenninga til þess að skýra hvernig ofbeldi þrífst og er viðhaldið í nútímasamfélagi.

Katrín beinir meðal annars sjónum að því hvernig einstaklingar sem sjálfir skilgreina sig sem gerendur ofbeldis í nánum kynnum sjá ofbeldisverk sín, og hvernig þeim finnst þau endurspegla hverjir þeir eru og hvað þeir standa fyrir. Niðurstöðurnar setur Katrín í samhengi við nýja bylgju #metoo og býður þátttakendum til samtals um stöðu mála.

Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands stýrir fundi.