Aðildarfélög
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, eru veitt árlega í þremur flokkum: flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og rita almenns eðlis, og flokki barna- og unglingabókmennta.
Tilgangur Fjöruverðlaunanna er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða.
Fjöruverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn vorið 2007 og hafa verið veitt árlega síðan. Árið 2014 var formlegt félag var stofnað um starfsemina, Fjöruverðlaunin – félag um bókmenntaverðlaun kvenna, en upp að þeim tíma höfðu Fjöruverðlaunin verið starfrækt af óformlegum grasrótarhópi sem kallaði sig Góuhópinn.
Við stofnun félags um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna voru tvær helstu upphafskonur og stofnendur verðlaunanna gerðar að heiðursfélögum, þær Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur og Jónína Leósdóttir rithöfundur.
Félagið hefur sömu markmið og hlutverk og fyrirrennarinn, að halda utan um skipulagningu Fjöruverðlaunanna og skipa dómnefndir sem tilnefna til verðlauna í jólabókaflóðinu bækur eftir konur.
Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna gengu í Kvenréttindafélag Íslands árið 2019.