
Kvenréttindafélag Íslands er aðili að Hagsmunasamtökum evrópskra kvenna, European Women’s Lobby (EWL). Kvenréttindafélagið gekk í EWL árið 2019 og gegnir starfi tengiliðs íslenskra kvennasamtaka við EWL.
EWL eru stærstu regnhlífarsamtök kvennahreyfingarinnar í Evrópu. Kvennasamtök í 30 löndum eiga aðild að samtökunum, sem og 19 samtök sem starfa á evrópskum vettvangi. Samtökin tengja saman kvennahreyfingar í þjóðríkjum Evrópu og er ætlað að vera þrýstiafl fyrir kvenréttindi og jafnrétti kynjanna meðal almennings og innan evrópskra stofnanna.
EWL hefur ráðgefandi stöðu í Evrópuráðinu.