Athugið, þessi stefnuskrá var felld úr gildi á aðalfundi 29. maí 2018. Lesið nýjustu stefnuskrá félagsins hér.

Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins.

Til þess að ná fram þessum markmiðum stefnir félagið á að taka þátt í samfélagslegri umræðu með virkum hætti og einbeita sér að eftirfarandi verkefnum og áherslum, sem hafa skýr feminísk markmið og víða samfélagslega skírskotun:

  • Efnahagslegum réttindum og fjárhagslegu sjálfstæði kvenna
  • Kynja- og jafnréttisfræðslu á öll skólastigum
  • Sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama
  • Skapa pláss fyrir fjölbreyttan feminínisma og eiga í virku samstarfi og samræðum við önnur félög um málefni sem tengja okkur öll saman
  • Stuðla að aukinni umræðu í samfélaginu um femínisma

Samþykkt á félagsfundi 24. október 2015. 

Lesið eldri stefnuskrá félagsins frá árinu 1992 hér.