Síðasta „Hitt“ vetrarins hjá Femínistafélagi Íslands verður þriðjudaginn 13. apríl kl. 20.00-22.00 á Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, Reykjavík.
Umræðuefni kvöldsins er umhverfisfemínismi. Sigríður Guðmarsdóttir guðfræðingur og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flytja erindi.
Allir eru velkomnir.
Umhverfisfemínismi eða vistfemínismi (e. ecofeminism) er vaxandi fræðasvið víðsvegar um heim. Hann byggir á þeirri hugmynd að umhverfisvernd og femínismi hafi marga snertifleti og að sterk tengsl séu á milli undirskipunar kvenna í samfélaginu og ofnýtingu náttúrunnar. Hvort tveggja byggi á hugmyndafræði tvíhyggju og stigskiptu valdakerfi; hinu lífseiga karlaveldi annarsvegar og hins vegar nýtingarhugmyndum kapítalismans á náttúrunni.
FÍ bendir á að á Hugsandi.is sé að finna grein eftir Hrafnhildi Ragnarsdóttur um viðfangsefnið: http://hugsandi.is/articles/er-vistfraedikreppa-nutimans-afleiding-fedraveldis-og-kapitalisma/
http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=106854576019860&ref=mf