5. mars 2018
Hallveigarstöðum, Reykjavík
Kvenréttindafélags Íslands fagnar þessu frumvarpi sem kveður á um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði.
Kvenréttindafélag Íslands vill þó koma á framfæri þeirri skoðun sinni að réttindum á vinnumarkaði eigi ekki að deila með öðrum og telur því eðlilegt að hvort foreldri um sig eigi sex mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs.
Kvenréttindafélag Íslands vill einnig koma því á framfæri að nauðsynlegt sé að brúa bilið á milli þess þegar fæðingar- og foreldraoflofi lýkur og þegar daggæsla barna er tryggð. Jafnvel eftir lengingu fæðingar- og foreldraorlofs sem um ræðir í þessu frumvarpi, stendur eftir eitt ár sem foreldrar hafa ekki tryggða daggæslu, og eitt og hálft ár fyrir einstæða foreldra.