Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands frumvarp til laga um brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda, nr. 12/1999, með síðari breytingum. Þingskjal 124 — 67. mál, 146. löggjafarþing.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda.
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands vill koma því á framfæri að félagið tekur undir umsögn Lífeyrissjóðs bænda, frá 27. janúar 2017, að með því að fella niður 6. grein núgildandi laga um Lífeyrissjóð bænda séu réttindi maka bænda skert, sem í flestum tilvikum eru konur sem fengu ekki að greiða sjálfar í sjóðinn fyrr en 1984.
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands lýsir yfir andstöðu sinni við slíkri skerðingu á réttindum kvenna í bændastétt.
27. apríl 2017
Hallveigarstöðum, Reykjavík