Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, þingskjal 1094, 643. mál, 150. löggjafarþing.
Kvenréttindafélag Íslands lýsir almennt yfir ánægju með þessa þingsályktunartillögu sem felur í sér aðgerðir til að efla forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær forvarnaaðgerðir sem boðaðar eru byggjast á markvissri kennslu á öllum skólastigum, í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar.
Kvenréttindafélag Íslands sendi inn umsögn um drög að þessari tillögu 25. febrúar 2020, þegar hún var birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Sú þingsályktunartillaga sem nú er lögð fyrir Alþingi hefur verið styrkt eftir samráðsferlið, en ekki hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á tillögunni í kjölfar athugasemda Kvenréttindafélagsins sem hverfast um sjálfbærni þessarar áætlunar, þ.e.a.s. að einnig þurfi að horfa til breytinga í stoðkerfi menntasamfélagsins: í endurskoðun námsefnis fyrir börn og endurskoðun kennaramenntunar. Við vekjum athygli þingfólks á þessum athugasemdum.
Kvenréttindafélag Íslands telur að forvarnarfræðsla um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni ætti að haldast hönd í hönd við kennslu í kynja- og jafnréttisfræði á öllum skólastigum.
Kynjafræði á öllum skólastigum
Kvenréttindafélag Íslands ályktaði þann 20. febrúar 2014 að kynjafræði ætti að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum landsins, þegar félagið sendi frá sér ályktun ásamt Landssambandi femínistafélaga framhaldsskólanna sem þá var starfandi. Bentu félögin á að þrátt fyrir að aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla kveði á um að nám byggðist m.a. á jafnrétti, væri ekki hægt að sjá að kennslu hafi verið breytt að ráði. Ályktuðu félögin að skólar landsins væru að bregðast skyldum sínum við komandi kynslóðir að hafa ekki lagt meiri áherslu á jafnréttisfræðslu meðal ungs fólks en raun ber vitni, og hvöttu stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, til að leita leiða til að kenna jafnrétti og kynjafræði á öllum skólastigum.
Stöndum við í Kvenréttindafélaginu enn fast á bak við þessa hvatningu, við þessa kröfu, að stjórnvöld fylgi eftir þeirri stefnu sem mörkuð er í aðalnámskrá og leggi fram það fjármagn og starfskraft sem til þarf að skapa námsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla í kynja- og jafnréttisfræði, sem og að endurskipuleggja nám í kennaraháskólum landsins til að mennta kennara til að kenna þessi fræði.
Í aðgerðaráætluninni er gert ráð fyrir sérstöku kynningarátaki um gildi kynjafræðikennslu í framhaldsskólum og þar á meðal um gildi þess að gera kynjafræði að skyldufagi (verkefni D5, efling kynjafræðikennslu). Er þetta að sjálfsögðu verðugt verkefni, en gengur ekki nógu langt.
Það þarf að stórefla kynjafræðikennslu, bæði í framhaldsskólum en einnig á leik- og grunnskólastigi, og þarf sérstaklega að fjármagna gerð námsefnis í kynja- og jafnréttisfræði og endurmenntun kennara í þeim greinum.
Það er í höndum stjórnvalda að setja leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum ramma um skólastarfið.
Kvenréttindafélag Íslands hvetur stjórnvöld til að hefja umsvifalaust þá vinnu að endurskoða aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og gera kynjafræði að skyldufagi á öllum skólastigum.
Jafnréttismiðað námsefni
Bendum við á tækifæri sem felst í þessari áætlun, í verkefni A3 sem fjallar um ráðningu ritstjóra hjá Menntamálastofnun. Kvenréttindafélag Íslands telur jákvætt að ritstjóri/verkefnastjóri verði ráðinn til starfa hjá Menntamálastofnun til að byggja upp þekkingu á námsefnisgerð sem styður við forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Erum við ánægð að sjá að í tillögunni sé mælst til að ritstjórinn hafi einnig það hlutverk að byggja upp þekkingu í jafnréttis- og kynjafræðum.
Hlutverk þessa ritstjóra ætti þó að vera víðtækara. Allt námsefni sem Menntamálastofnun gefur út ætti að vera metið út frá kynjajafnréttissjónarmiði. Við minnum á svarta skýrslu frá 2011 þar sem Jafnréttisstofa rannsakaði hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla, þar sem fram kom að konur væru algjörlega fjarverandi á 535 blaðsíðum af 685 sem verður til þess að þegar nemendur á miðstigi fletta námsbókum í sögu, blaðsíðu fyrir blaðsíðu og læra efni þeirra, eru engar konur nefndar á nafn á yfir 78% af blaðsíðum námsbókanna. Af 556 nafngreindum einstaklingum í námsbókum í sögu á miðstigi eru 88 konur eða 16% (Kristín Linda Jónsdóttir, Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Jafnréttisstofa, 2011)
Kvenréttindafélag Íslands hvetur til þess að hlutverk ritstjóra verði víkkað til að fara yfir allt útgefið efni Menntamálastofnunar með tilliti til jafnréttis, bæði jafnréttis kynjanna og jafnréttis á grundvelli annarra breytna s.s. uppruna, fötlunar, kynhneigðar og -vitundar, líkamsgerðar, o.fl.
Fræðsla og endurmenntun starfsfólks
Í aðgerðaráætluninni eru verkefni sem kveða á um að starfsfólk leikskóla (B1), starfsfólk í heilsugæslu í ung- og smábarnavernd (B4), starfsfólk grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva (C2), starfsfólk framhaldsskóla (D2), starfsfólk og sjálfboðaliðar íþrótta- og æskulýðsstarfs og annars tómstundastarfs (E1) og fagaðila, sjálfboðaliða og aðra sem starfa með fötluðum börnum og ungmennum (E2) hljóti fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og forvarnir sem hæfi á þeirra sviðum.
Fræðsla og endurmenntun starfsfólks er grundvöllurinn að öllu forvarnarstarfi og að því að okkur takist að uppræta kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni á öllum sviðum samfélagsins. Því þykir okkur bagalegt að sjá að ekkert fjármagn fylgi þessum mikilvægu verkefnum.
Einnig bendum við á að ekki er nóg að vinna að endurmenntun starfsfólks sem er þegar á vettvangi heldur þarf að huga menntun framtíðarstarfsfólks. Í greinargerð kemur fram að “[h]áskólarnir hafa fullt sjálfstæði sem ber að virða og því er ekki með beinum hætti sett fram aðgerð sem skyldubindir slíka menntun en sú ósk og áskorun kom alloft fram við vinnslu þessarar þingsályktunartillögu.” Stjórnvöld geta þó hvatt til nýsköpunar í jafnréttis- og kynjafræðikennslu án þess að skerða sjálfstæði háskólastofnana, s.s. að veita fjármagni í styrktarsjóð til að stuðla að gerð námsgagna og efla nýsköpun á sviði jafnréttis- og kynjafræðikennslu á háskólastigi, fjármagni sem háskólastofnanir geta sótt um til sinna starfa.
Við minnum á samantekt NIKK – Norræna upplýsingasetursins um kyn og kynjafræði á aðgerðum norrænna stjórnvalda gegn kynbundnu ofbeldi í framhaldi af samþykkt Istanbúl-samningsins, sem rætt er um í greinargerð með þessari áætlun. Þar er mælt með að “unnið sé að kerfislegum umbótum þannig að fræðsla og forvarnir séu aldrei skipulagðar til skamms tíma heldur samþættar starfi heilbrigðis- og menntastofnana, svo sem með kennslu og fræðslu á öllum skólastigum.” Tekur Kvenréttindafélag Íslands heilshugar undir þá ábendingu. Tímabundnar aðgerðir um eflingu fræðslu starfsfólks í fræðslustarfsemi er góð byrjun, en ekki nægileg til að stuðla að djúpstæðum breytingum. Aðeins með grundvallarbreytingu á grunnmenntun starfsfólks getum við breytt samfélaginu til frambúðar.
Kvenréttindafélag Íslands leggur til að sérstakt fjármagn sé eyrnamerkt og tryggt í fræðslu og endurmenntun starfsfólks leikskóla, starfsfólks í heilsugæslu í ung- og smábarnavernd, starfsfólks grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva, starfsfólks framhaldsskóla, starfsfólks og sjálfboðaliða íþrótta- og æskulýðsstarfs og annars tómstundastarfs og fagaðila, sjálfboðaliða og annarra sem starfa með fötluðum börnum og ungmennum.
Kvenréttindafélag Íslands lýsir almennt yfir ánægju með þessa þingsályktunartillögu sem felur í sér aðgerðir til að efla forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær forvarnaaðgerðir sem boðaðar eru byggjast á markvissri kennslu á öllum skólastigum, í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar.
Kvenréttindafélag Íslands sendi inn umsögn um drög að þessari tillögu 25. febrúar 2020, þegar hún var birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Sú þingsályktunartillaga sem nú er lögð fyrir Alþingi hefur verið styrkt eftir samráðsferlið, en ekki hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á tillögunni í kjölfar athugasemda Kvenréttindafélagsins sem hverfast um sjálfbærni þessarar áætlunar, þ.e.a.s. að einnig þurfi að horfa til breytinga í stoðkerfi menntasamfélagsins: í endurskoðun námsefnis fyrir börn og endurskoðun kennaramenntunar. Við vekjum athygli þingfólks á þessum athugasemdum.
Kvenréttindafélag Íslands telur að forvarnarfræðsla um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni ætti að haldast hönd í hönd við kennslu í kynja- og jafnréttisfræði á öllum skólastigum.
Kynjafræði á öllum skólastigum
Kvenréttindafélag Íslands ályktaði þann 20. febrúar 2014 að kynjafræði ætti að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum landsins, þegar félagið sendi frá sér ályktun ásamt Landssambandi femínistafélaga framhaldsskólanna sem þá var starfandi. Bentu félögin á að þrátt fyrir að aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla kveði á um að nám byggðist m.a. á jafnrétti, væri ekki hægt að sjá að kennslu hafi verið breytt að ráði. Ályktuðu félögin að skólar landsins væru að bregðast skyldum sínum við komandi kynslóðir að hafa ekki lagt meiri áherslu á jafnréttisfræðslu meðal ungs fólks en raun ber vitni, og hvöttu stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, til að leita leiða til að kenna jafnrétti og kynjafræði á öllum skólastigum.
Stöndum við í Kvenréttindafélaginu enn fast á bak við þessa hvatningu, við þessa kröfu, að stjórnvöld fylgi eftir þeirri stefnu sem mörkuð er í aðalnámskrá og leggi fram það fjármagn og starfskraft sem til þarf að skapa námsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla í kynja- og jafnréttisfræði, sem og að endurskipuleggja nám í kennaraháskólum landsins til að mennta kennara til að kenna þessi fræði.
Í aðgerðaráætluninni er gert ráð fyrir sérstöku kynningarátaki um gildi kynjafræðikennslu í framhaldsskólum og þar á meðal um gildi þess að gera kynjafræði að skyldufagi (verkefni D5, efling kynjafræðikennslu). Er þetta að sjálfsögðu verðugt verkefni, en gengur ekki nógu langt.
Það þarf að stórefla kynjafræðikennslu, bæði í framhaldsskólum en einnig á leik- og grunnskólastigi, og þarf sérstaklega að fjármagna gerð námsefnis í kynja- og jafnréttisfræði og endurmenntun kennara í þeim greinum.
Það er í höndum stjórnvalda að setja leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum ramma um skólastarfið.
Kvenréttindafélag Íslands hvetur stjórnvöld til að hefja umsvifalaust þá vinnu að endurskoða aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og gera kynjafræði að skyldufagi á öllum skólastigum.
Jafnréttismiðað námsefni
Bendum við á tækifæri sem felst í þessari áætlun, í verkefni A3 sem fjallar um ráðningu ritstjóra hjá Menntamálastofnun. Kvenréttindafélag Íslands telur jákvætt að ritstjóri/verkefnastjóri verði ráðinn til starfa hjá Menntamálastofnun til að byggja upp þekkingu á námsefnisgerð sem styður við forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Erum við ánægð að sjá að í tillögunni sé mælst til að ritstjórinn hafi einnig það hlutverk að byggja upp þekkingu í jafnréttis- og kynjafræðum.
Hlutverk þessa ritstjóra ætti þó að vera víðtækara. Allt námsefni sem Menntamálastofnun gefur út ætti að vera metið út frá kynjajafnréttissjónarmiði. Við minnum á svarta skýrslu frá 2011 þar sem Jafnréttisstofa rannsakaði hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla, þar sem fram kom að konur væru algjörlega fjarverandi á 535 blaðsíðum af 685 sem verður til þess að þegar nemendur á miðstigi fletta námsbókum í sögu, blaðsíðu fyrir blaðsíðu og læra efni þeirra, eru engar konur nefndar á nafn á yfir 78% af blaðsíðum námsbókanna. Af 556 nafngreindum einstaklingum í námsbókum í sögu á miðstigi eru 88 konur eða 16% (Kristín Linda Jónsdóttir, Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Jafnréttisstofa, 2011)
Kvenréttindafélag Íslands hvetur til þess að hlutverk ritstjóra verði víkkað til að fara yfir allt útgefið efni Menntamálastofnunar með tilliti til jafnréttis, bæði jafnréttis kynjanna og jafnréttis á grundvelli annarra breytna s.s. uppruna, fötlunar, kynhneigðar og -vitundar, líkamsgerðar, o.fl.
Fræðsla og endurmenntun starfsfólks
Í aðgerðaráætluninni eru verkefni sem kveða á um að starfsfólk leikskóla (B1), starfsfólk í heilsugæslu í ung- og smábarnavernd (B4), starfsfólk grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva (C2), starfsfólk framhaldsskóla (D2), starfsfólk og sjálfboðaliðar íþrótta- og æskulýðsstarfs og annars tómstundastarfs (E1) og fagaðila, sjálfboðaliða og aðra sem starfa með fötluðum börnum og ungmennum (E2) hljóti fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og forvarnir sem hæfi á þeirra sviðum.
Fræðsla og endurmenntun starfsfólks er grundvöllurinn að öllu forvarnarstarfi og að því að okkur takist að uppræta kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni á öllum sviðum samfélagsins. Því þykir okkur bagalegt að sjá að ekkert fjármagn fylgi þessum mikilvægu verkefnum.
Einnig bendum við á að ekki er nóg að vinna að endurmenntun starfsfólks sem er þegar á vettvangi heldur þarf að huga menntun framtíðarstarfsfólks. Í greinargerð kemur fram að “[h]áskólarnir hafa fullt sjálfstæði sem ber að virða og því er ekki með beinum hætti sett fram aðgerð sem skyldubindir slíka menntun en sú ósk og áskorun kom alloft fram við vinnslu þessarar þingsályktunartillögu.” Stjórnvöld geta þó hvatt til nýsköpunar í jafnréttis- og kynjafræðikennslu án þess að skerða sjálfstæði háskólastofnana, s.s. að veita fjármagni í styrktarsjóð til að stuðla að gerð námsgagna og efla nýsköpun á sviði jafnréttis- og kynjafræðikennslu á háskólastigi, fjármagni sem háskólastofnanir geta sótt um til sinna starfa.
Við minnum á samantekt NIKK – Norræna upplýsingasetursins um kyn og kynjafræði á aðgerðum norrænna stjórnvalda gegn kynbundnu ofbeldi í framhaldi af samþykkt Istanbúl-samningsins, sem rætt er um í greinargerð með þessari áætlun. Þar er mælt með að “unnið sé að kerfislegum umbótum þannig að fræðsla og forvarnir séu aldrei skipulagðar til skamms tíma heldur samþættar starfi heilbrigðis- og menntastofnana, svo sem með kennslu og fræðslu á öllum skólastigum.” Tekur Kvenréttindafélag Íslands heilshugar undir þá ábendingu. Tímabundnar aðgerðir um eflingu fræðslu starfsfólks í fræðslustarfsemi er góð byrjun, en ekki nægileg til að stuðla að djúpstæðum breytingum. Aðeins með grundvallarbreytingu á grunnmenntun starfsfólks getum við breytt samfélaginu til frambúðar.
Kvenréttindafélag Íslands leggur til að sérstakt fjármagn sé eyrnamerkt og tryggt í fræðslu og endurmenntun starfsfólks leikskóla, starfsfólks í heilsugæslu í ung- og smábarnavernd, starfsfólks grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva, starfsfólks framhaldsskóla, starfsfólks og sjálfboðaliða íþrótta- og æskulýðsstarfs og annars tómstundastarfs og fagaðila, sjálfboðaliða og annarra sem starfa með fötluðum börnum og ungmennum.
Kvenréttindafélag Íslands hvetur stjórnvöld til að huga að skapandi lausnum til að hvetja háskólastofnanir að efla fræðslu í kynja- og jafnréttisfræðslu og til að efla fræðslu til nemenda á háskólastigi sem stunda nám í kennslufræðum, námsráðgjöf, íþróttafræði og öðrum greinum sem leiðir til starfa með börnum og ungmennum.