Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna). Þingskjal 1117, 650. mál, 151. löggjöfarþing.
16. maí 2021
Hallveigarstöðum, Reykjavík
Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Samhljóðandi frumvarp var flutt á 148. og 149. löggjafarþingi sendi Kvenréttindafélag Íslands inn umsögn um frumarpið 19. janúar 2018. Nú er frumvarpið aftur lagt fyrir Alþingi og er umsögn félagsins samhljóða.
Kvenréttindafélag Íslands styður þessa breytingu í grundvallaratriðum, en hvetur þó til þess að framkvæmd verði kynjagreining á áhrifum frumvarpsins. Langvarandi launamunur kynjanna hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur, konur geta átt von á lægri ellilífeyri en karlar. Við hvetjum stjórnvöld að vinna markvisst að því að útrýma kjaramun karla og kvenna á öllum sviðum og þá einnig á eftirlaunaárunum.Með þessari umsögn fylgir greinin „Will you still need me, will you still feed me? Old-age pensions in Iceland from a gender perspective“ eftir Steinunni Rögnvaldsdóttur og Gyðu Margréti Pétursdóttur sem birtist í ritrýnda tímaritinu Stjórnmál & stjórnsýsla árið 2012.