19. janúar 2018

Hallveigarstöðum, Reykjavík

 

Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna.

Kvenréttindafélag Íslands styður þessa breytingu í grundvallaratriðum, en hvetur þó til þess að framkvæmd verði kynjagreining á áhrifum frumvarpsins. Langvarandi launamunur kynjanna hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur, konur geta átt von á lægri ellilífeyri en karlar. Við hvetjum stjórnvöld að vinna markvisst að því að útrýma kjaramun karla og kvenna á öllum sviðum og þá einnig á eftirlaunaárunum.

Með þessari umsögn fylgir greinin „Will you still need me, will you still feed me? Old-age pensions in Iceland from a gender perspective“ eftir Steinunni Rögnvaldsdóttur og Gyðu Margréti Pétursdóttur sem birtist í ritrýnda tímaritinu Stjórnmál & stjórnsýsla árið 2012.