19. janúar 2018
Hallveigarstöðum, Reykjavík
Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum fæðingar- og foreldraorlof þar sem foreldrar sem þurfa að dvelja utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp er heimilt að hefja fæðingarorlof allt að þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.
Kvenréttindafélag Íslands styður lagabreytinguna og gerir ekki efnislegar athugasemdir við einstakar greinar.
Að mati Kvenréttindafélagsins er mikilvægt að tryggja jafnræði foreldra þegar kemur að fæðingu barns og er frumvarpið fallið til þess að auðvelda foreldrum sem þurfa að dvelja utan heimilis fyrir fæðingu barns. Þá hefur Kvenréttindafélagið lagt áherslu á jafnan rétt foreldra til fæðingarorlofs og telur því mikilvægt að báðum foreldrum sé tryggður þessi aukni réttur, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu.