+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is
+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Umsögn um verkefnisáætlun um heildarendurskoðun jafnréttislaga

Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um verkefnisáætlun um heildarendurskoðun jafnréttislaga. Mál nr. S–155/2019

Hallveigarstöðum, Reykjavík
9. júlí 2019

Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að birt hafa verið drög að verkefnisáætlun um heildarendurskoðun jafnréttislaganna. Félagið sendi inn umsögn um jafnréttislögin 28. febrúar 2018, að ósk stjórnvalda, og benti á það sem betur mætti fara í þessum grundvallarlögum jafnréttis á Íslandi. 

Kvenréttindafélag Íslands lýsir yfir vonbrigðum að enginn fulltrúi frá kvennahreyfingunni skuli skipaður í undirbúningshóp við vinnslu laganna, að í áætluninni sé aðeins gert ráð fyrir að fulltrúar frá hagsmunasamtökum sem láta sig jafnrétti varða séu boðaðir á fundi eftir þörfum. Félagasamtök sem starfa að kvenréttindum og jafnrétti eru undirstaða jafnréttis á Íslandi og mikilvægt er að fulltrúar þeirra hafi aðkomu að þróun málaflokksins innan stjórnkerfisins.

Kvenréttindafélag Íslands óskar eftir að fá fast sæti í undirbúningshópi D, þar sem fjallað er um bann við mismunun á grundvelli kyns.

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.