Velkomin á súpufund sem haldinn verður á á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, fimmtudaginn 31. janúar milli klukkan 12 og 13. Á fundinum mun Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, segja frá ævintýrum sínum á Suðurpólnum. Á boðstólnum er súpa, brauð og kaffi. Aðgangur og veitingar ókeypis.
Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands bjóða til þessa fundar, en hann er haldin af tilefni 106 ára afmæli Kvenréttindafélags Íslands 27. janúar og til heiðurs kvenfélagskonum á Degi kvenfélagskonunnar 1. febrúar.
Vilborg hvatti með göngu sinni almenning til að styrkja Styrktarfélagið Líf, en Líf safnar nú fjármunum til að bæta aðstöðu og þjónustu kvenlækningadeildar Landspítalans. Kvennadeildin er illa búin tækjum auk þess sem húsnæðið er orðið gamalt og þarfnast endurnýjunar. Líf hyggst nýta söfnunarféð til að nútímavæða deildina og tryggja að konum og börnum séu búnar bestu hugsanlegar aðstæður til að fæðast, dafna og þrífast í lífinu.
Söfnunarbaukur verður á Hallveigarstöðum þar sem gestir geta styrkt málefnið. Einnig er hægt að styrkja Líf um 1.500 krónur með því að hringja í 908-1515 eða millifæra á reikningsnúmer 515-14-411000, kennitölu 501209-1040.