Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti er 8. mars næstkomandi. Að vanda verður haldið upp á daginn hér á Íslandi. Verið velkomin á friðarfund í Iðnó fimmtudaginn 8. mars kl. 17:00!

Dagskrá

Fundarstjóri:  Kolbrún Halldórsdóttir

Ávörp:

  • Claudia Ashonie: Menntun kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og atvinna að námi loknu
  • Védís Guðjónsdóttir: Saman eða sundur
  • Sigríður Rut Hilmarsdóttir: Vinna með barnalýðræði
  • Steinunn Þóra Árnadóttir: Kjósum burt NATÓ!
  • Suomia Islami: Hlutverk kvenna í „arabíska vorinu“
  • Guðrún Jónsdóttir: „Og þær lifðu hamingjusamar til æviloka.“ Umfjöllun um vændi og Kristínarhús
  • Guðrún Hannesdóttir: Mennska
  • Magga Stína syngur við undirleik Kristins Árnasonar
Þetta friðarmerki er teiknað af Anand Singh Naorem frá Indlandi fyrir keppni UNESCO um friðarmerki kvenna. Keppnin var haldin árið 1997 í framhaldi af kvennaráðstefnu SÞ í Peking árið 1995. 514 myndir bárust í keppnina frá öllum heimshornum, en vinningshafinn reyndist 22 ára ung listakona frá Mexíkó.

Þetta friðarmerki er teiknað af Anand Singh Naorem frá Indlandi fyrir keppni UNESCO um friðarmerki kvenna. Keppnin var haldin árið 1997 í framhaldi af kvennaráðstefnu SÞ í Peking árið 1995. 514 myndir bárust í keppnina frá öllum heimshornum, en vinningshafinn reyndist 22 ára ung listakona frá Mexíkó.

Að fundinum standa: Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, BHM – Bandalag háskólamanna, BSRB – Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag leikskólakennara, Félagsráðgjafafélag Íslands, Friðarhús, Íslandsdeild Amnesty International, Kennarasamband Íslands,  Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samstarfshópur friðarhreyfinga, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtök um Kvennaathvarf, SFR- stéttarfélag í almannaþjónustu, SHA – Samtök hernaðarandstæðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Stígamót, St.Rv. – Starfsmannafélag Reykjavíkur, Söguhringur kvenna, Þroskaþjálfafélag Íslands.

Aðrar fréttir