Velkomin í kaffi og spjall um alþjóðafemínisma, á Hallveigarstöðum mánudaginn 13. apríl næstkomandi kl. 13:30-14:30.
Gestur fundarins er Jill Sheffield, forseti alþjóðasamtakanna Women Deliver: Invest in Girls and Women — It Pays.
Women Deliver standa að alþjóðlegri ráðstefnu um femínisma og kvenréttindi í Kaupmannahöfn 16.-19. maí 2016 í Kaupmannahöfn. Búist er við 6000 gestum á ráðstefnunni og fulltrúum 2000 samtaka frá yfir 150 löndum heims. Einnig sitja ráðstefnuna fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og þjóðþinga og ríkisstjórna yfir 25 landa. Á ráðstefnunni verður rætt um heilsu, réttindi og velferð kvenna og stúlkna, og hvernig við getum tryggt það að framtíðaráætlanir Sameinuðu þjóðanna taki tillit til réttinda og þarfa kvenna.
Jill mun segja frá starfi Women Deliver og ráðstefnunni sem er framundan, hvernig við Íslendingar getum tekið þátt í að tryggja velferð og jafnrétti út um allan heim, og hvernig við getum nýtt okkur tengslanet Women Deliver í starfi okkar hér á landi.