Til stendur að afhjúpa minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs 7. nóvember kl. 16:00. Eins og flestum er kunnugt var Bríet ein af stofnendum KRFÍ og fyrsti formaður félagsins en hún bjó einmitt í Þingholtsstræti og þar var KRFÍ stofnað fyrir 100 árum.

Að lokinni athöfn býður KRFÍ til kaffisamsætis og dagskrár í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu. Dagskráin hefst kl. 16:45 með ávarpi Þorbjargar I. Jónsdóttur formanni KRFÍ. Einnig flytja Auður Styrkársdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir erindi. Tónlistaratriði og veitingar. Allier eru velkomnir.