+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Hádegisverðarfundur á Grand Hótel

Haldinn verður hádeisverðarfundur á Grand Hótel – Hvammi – kl. 11:45 til 13:00 í tilefni hins alþjóðlega baráttudags kvenna, 8. mars.

Yfirskrift fundarins er: Máttur á milli landa – beislum mannauðinn


Dagskráin er eftirfarandi:

  • Gáttin að velgengni í nýju landi – mikilvægi mentorsins. Gunhild Riske, mannfræðingur frá Danmörku – erindið verður flutt á ensku.
  • Óskráður mannauður á vinnumarkaði. Sigrún Jóhannesdóttir, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
  • Konur og stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Sæunn Stefánsdóttir, formaður innflytjendaráðs.

Fundarstjóri: Amal Tamimi frá Alþjóðahúsi.

Í upphafi fundar er framreidd súpa, gratinerað brauð og kaffi. Verð 1.750. kr.

Éftirtalin félög standa að fundinum:

ASÍ, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, SÍB – Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Jafnréttisráð, Jafnréttisstofa og Kvenréttindafélag Íslands

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.