+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Súpufundur – bíó

Þriðjudaginn 27. nóvember verður haldinn súpufundur í samkomusal Hallveigarstaða kl. 12:00. Sýnd verður danska heimildarmyndin When the Moon is Dark eftir Önju Dalhoff. Myndin greinir frá tveimur nígerískum konum sem seldar eru mansali til Danmerkur. Fundurinn er haldinn í tilefni af 16 daga átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Súpa og brauð er í boði KRFÍ og Kvenfélagasambands Íslands. Allir velkomnir.

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.