Hið árlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst formlega þriðjudaginn 25. nóvember. UNIFEM stendur fyrir morgunverðarfundi á Hótel Holti kl. 08:15-09:30. Heiðursgestur fundarins verður Gro Lindstad yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar einnig fundinn.

Síðar um daginn, kl. 13:00-16:00 heldur Jafnréttisstofa opinn fund í Iðnó er nefnist Í heyranda hljóði.  Hér er ekki um eiginlegt málþing að ræða heldur eru sérfræðingar, sem vinna gegn kynbundnu ofbeldi, sem sitja fyrir svörum. Fundurinn fer því fram í nokkurskonar samtali sérfræðinga og fundargesta.

Allir velkomnir.