Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum en sjóðurinn úthlutar styrki nú í haust. Að þessu sinni verður styrkurinn veittur einstæðum mæðrum, 25 ár og yngri, sem hyggjast stunda nám á komandi vetri. Einkum verður litið til þeirra sem eru á leið í nám á ný eftir nokkurt hlé. Styrkurinn nemur einni milljón króna og áskilur stjórn MMK sér rétt til að úthluta fénu í einu lagi eða deila því á milli tveggja til þriggja kvenna.

Með umsókninni þarf að fylgja stutt greinargerð um hvers vegna óskað er eftir styrki auk eftirfarinna atriða:

  • Hjúskaparstaða og fjöldi barna
  • Hvenær umsækjandi var síðast í námi og við hvaða menntastofnun
  • Hvaða nám er ætlunin að stunda
  • Hvort umsækjandi er í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði
  • Annar stuðningur (t.d. opinberir styrkir)

Einnig þarf að fylgja umsókninni skattaframtal 2007 og staðfesting á skólavist. Umsóknarfrestur er 25. september.

Umsóknareyðublað 2008