Miðvikudaginn 16. apríl verður haldið Jafnréttistorg Jafnréttisstofu og Háskólans á Akureyri kl. 12:00 í L201, Sólborg, Háskólanum á Akureyri. Nýju jafnréttislögin verða til umfjöllunar. Kristín Ástgeirsdóttir, famkvæmdastýra Jafnréttisstofu, mun fjalla um hvernig jafnréttislögin hafa þróast á Íslandi frá því að fyrstu lögin voru sett árið 1976. Mun hún meðal annars skoða hvaða breytingar hafa átt sér stað á lögunum á þessum árum. Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu, mun kynna nýju jafnréttislögin, fjalla um helstu breytingar sem þeim fylgja og ræða hvaða áhrif þau geta haft á framtíð jafnréttismála.