+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Femínistahitt

Femínistafélags Íslands heldur vetrarins fyrsta femínistahitt, þriðjudaginn 14. september kl.  20.00-22.00 í Friðarhúsinu við Njálsgötu 87 í Reykjavík. Efni Hittsins að þessu sinni verður spurningin um hvort nú sé tími fyrir nýtt kvennaframboð eða kvennalista í anda þeirra sem voru í upphafi síðustu aldar og á 9. og 10. áratugnum.

Meðal spurninga sem velt verður upp eru: Hverjir eru kostir og gallar sérstaks kvennaframboðs? Hvers vegna lognaðist Kvennalistinn út af? Á nýtt kvennaframboð sér grundvöll árið 2010? Hvert væri hlutverk slíks framboðs og hvernig yrði það upp byggt?

Frummælendur á Hittinu verða: Katrín Anna Guðmundsdóttir, fyrrum talskona Femínistafélagsins, Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður jafnréttisráðs og fyrrum þingkona Kvennalista og Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur. Að loknum erindum verður boðið upp á spurningar og umræður.

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.