+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Húsið

hallveigarstadir

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir er eina húsið enn í eigu kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Það er staðsett á Túngötu 14 í miðbæ Reykjavíkur.

Hallveigarstaðir voru byggðir af kvennasamtökum hér á Íslandi og ætlað að vera miðstöð þeirra. Húsið var vígt 1967 og var gefið nafnið Hallveigarstaðir í minningu Hallveigar Fróðadóttur, fyrstu húsfreyjunnar í Reykjavík, eiginkonu Ingólfs Arnarsonar.

Ýmis félagasamtök sem berjast fyrir kvenréttindum og jafnréttismálum hafa aðsetur þar, svo sem Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Druslubækur og doðrantar, W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna, Félag einstæðra foreldra og Kvennaráðgjöfin.

Aðgengismál

Stólalyfta var sett upp á Hallveigarstöðum í apríl 2015 og nýtt salerni fyrir fatlaða byggt í kjallara hússins.

Aðgengi er þar með komið á öll opnu svæði Hallveigarstaða, á jarðhæð og í kjallara þar sem samkomusalur hússins er til staðar.

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.