Á hátíðardagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á 19. júní sl. var tilkynnt hvenær konur verða hvattar til að ganga út af vinnustöðum sínum þ. 25. október nk. þegar 35 ár verða liðin frá fyrsta kvennafrídeginum/verkfallinu.

Árið 2005 voru konur með 64% af heildartekjum karla. 24. október það árið gengu konur því út kl. 14:08 þegar þær voru búnar að vinna fyrir laununum sínum miðað við laun karla. Í dag (tekjuupplýsingar miðast við árið 2009) eru konur með 66% af heildartekjum karla skv. tölum frá Hagstofu Íslands. Ef miðað er við 8 stunda vinnudag frá kl. 08.00-16.00 verða konur því búnar að vinna fyrir launum sínum kl. 14:25 ef tekið er mið af launum karla. Það er sá tími sem konur eru hvattar til að yfirgefa vinnustaði sína þ. 25. október nk. Fjöldasamkoma verður í miðborg Reykjavíkur þar sem konur munu mótmæla launamun og ofbeldi gegn konum.

Sjá nánar á www.kvennafri.is.

Aðrar fréttir