KRFÍ fagnar að venju 19. júní með hátíðardagskrá á Hallveigarstöðum við Túngötu í Reykjavík. Dagskráin hefst kl. 17:00. Ávörp flytja:

  • Margrét K. Sverrisdóttir formaður KRFÍ
  • Ásta R. Jóhannesdóttir forseti Alþingis
  • Margrét Steinarsdóttir framkv.stj. Alþjóðahúss
  • Lára Ómarsdóttir ritstjóri 19. júní

Einnig verður tilkynnt um úthlutanir úr Menningar- og minningarsjóði kvenna fyrir árið 2009.

Sérstaklega verður fagnað mikilvægum áföngum jafnréttisbaráttunnar sem náðst hafa á vormánuðum. Léttar veitingar og ljúf tónlist.

Allir velkomnir.

Aðrar fréttir