19. júní, ársrit Kvenréttindafélags Íslands er komið út.

Blaðið er gefið út rafrænt, og geta allir lesið það á tölvum, í spjaldtölvum og í símum. Hægt er að hlaða blaðinu niður og lesa eftir hentugleikum. Og hægt er að prenta það út.

Einnig getið þið haft samband við Kvenréttindafélag Íslands og beðið um sérprent af blaðinu!

Margra grasa kennir í þessu blaði. Sagt er frá Nordiskt Forum ráðstefnunni sem fór fram dagana 12.-.15. júní síðastliðinn og ljósmyndir frá ráðstefnunni birtar; Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar grein um nektarmyndamenningu í íslenskum framhaldsskólum í dag; Kári Tulinius skrifar grein um femínískan vísindaskáldskap; Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar um hugrekki og ábyrgð karlmennskunnar; Guðrún Kristinsdóttir rifjar upp sögu Kvennaathvarfsins í Reykjavík; og margt, margt fleira!

Smellið á myndina hér fyrir neðan til að hlaða niður blaðinu. Njótið vel! Og gleðilegan 19. júní!

19. júní 2014 kápa

 

Aðrar fréttir