Kvenréttindafélag Íslands hvetur alþingismenn sem fá það verkefni að mynda nýja ríkisstjórn að tryggja að jöfn kynjahlutföll séu á ráðherrastólum.

Kvenréttindafélagið hvetur enn fremur alla flokka á Alþingi að gæta þess að tilnefna konur og karla til jafns í nefndir og ráð og að tryggja jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum og ráðum.

Kynjajafnrétti er grundvöllur hagsældar og velferðar og án valdeflingar og þátttöku kvenna á opinberum vettvangi er ekki hægt að uppfylla markmið Sameinuðu þjóðanna um frið, jafnrétti og lýðræði.

Hallveigarstaðir, 15. nóvember 2016

Krfi_logo_vefur_stofn_ofan

2 Comments

  1. […] er nú í fjórða skipti á tæpu ári sem Kvenréttindafélagið hefur þurft að senda frá sér hvatningu til […]

  2. […] kynjahlutföllum við skipan ríkisstjórnar og við skipan í nefndir og ráð, nánar tiltekið fjórum sinnum á síðastliðnu ári, síðast 14. nóvember síðastliðinn. Að mati […]

Comments are closed.

Aðrar fréttir