Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands og Kvenréttindafélag Íslands álykta:

Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands og Kvenréttindafélag Íslands lýsa yfir furðu á tveimur dómum þar sem fullorðnir karlar eru dæmdir fyrir samræði við barn en ekki nauðgun.

Í almennum hegningarlögum er skýrt tekið fram í 194. grein að samþykki fyrir samræði sé áskilið og að það verði að hafa verið tjáð af frjálsum vilja. Niðurstaða dómanna er sú að ekki hafi verið um nauðgun að ræða og að börn geti veitt fullorðnum samþykki sitt af frjálsum vilja þrátt fyrir augljóst valdaójafnvægi og mikinn aldurs- og þroskamun.

Að mati jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og Kvenréttindafélags Íslands geta börn ekki veitt samþykki fyrir kynlífi með fullorðnum og eru því ósammála þeirri túlkun á 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga sem fram kemur í dómunum.  Jafnréttisnefnd Kennarasambandsins og Kvenréttindafélagið harma niðurstöðu dómanna og líta á að um mikla afturför sé að ræða og aðför að jafnrétti kynjanna og farsæld barna.

Aðrar fréttir