Stjórn KRFÍ lýsir vonbrigðum sínum yfir því að við skipan nýrrar ríksstjórnar skuli jöfn kynjaskipting ekki vera höfð að leiðarljósi, þótt kynjaskiptingin rúmist innan 40/60 skiptingarinnar svokölluðu. Það er ósk stjórnar KRFÍ að við frekari uppstokkun á ríkisstjórn sem boðuð hefur verið, verði horft til þess að kynjahlutfallið verði jafnari en það er nú.