Í gærkvöldi var frumsýnd stikla um Kvennafríið 2016 á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Stiklunni var leikstýrt af Leu Ævarsdóttur og tónlistin er eftir Mammút.
Stiklan var sýnd á viðburði sem haldinn var af íslensku sendinefndinni í New York, aðgerðarhóp um launajafnrétti og Kvenréttindafélagi Íslands.
Í stiklunni birtast myndskeið frá baráttufundi sem haldinn var á Austurvelli 24. október síðastliðinn, á mótmælum sem boðuð voru af kvennahreyfingunni og samtökum launafólks.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýrðu fundi Reykjavík. Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Una Torfadóttir og Justyna Grosel héldu ræður. Vala Höskuldsdóttir, Sigríður Eir Zophoníasardóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Elísabet Eyþórsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir og Lóa Bergsveinsdóttir komu fram.
Einnig voru haldnir samstöðufundir á Akureyri, Bolungarvík, Borgarnes, Djúpivogur, Egilsstaðir, Grindavík, Grundarfjörður, Hella, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Ísafjörður, Kirkjubæjarklaustur, Neskaupstaður, Patreksfjörður, Reykjanesbær, Sauðárkrókur, Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar, Vopnafjörður og Ölfus.
Income Equality Now! Women in Iceland Walk Out
Leikstjóri: Lea Ævarsdóttir
Handrit: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
Framleiðandi: Kvenréttindafélag Íslands
Klipping og hljóð: Alexander Hrafn Ragnarsson
Kvikmyndaupptaka: Alexander Hrafn Ragnarsson, Eyjólfur Jónson, Nicola Santoro og Steinunn Ýr Einarsdóttir
Tónlist: “Salt” eftir Mammút
Ljósmyndir og annað myndefni: RÚV, Zorro2212 hjá Wikimedia Commons, Colores Mari hjá Flickr og Mobilus In Mobili hjá Wikimedia Commons
Sérstakar þakkir: velferðarráðuneytið, Una Torfadóttir, Dögg Mósesdóttir, Halla Kristín Einarsdóttir, Randi Stebbins og Justyna Grosel